Heitasta fréttin vetanhafs þessa dagana er sáttamiðlunin sem Lance Armstrong gerði við Bandaríska ríkið. Í stuttu máli snérist þetta allt um $32m greiðslu sem Bandaríska póst stofnuninn (Pósturinn) lét af hendi á árunum 2000 – 2004 til liðs Armstrong, en þeir hjóluðu undir merkjum póstsins frá árinu 1996.
Bandaríska ríkið vildi meina að af greiðslunum hefði aldrei orðið hefði stofnunin vitað af lyfjanotkun Armstrong en verjandi hans telur að þeir höfðu vita af notkuninni. Furðulegt allt saman.
Ríkið stefndi Armstrong um $100m og bættist þar við röð annara styrktaraðila sem höfðu gert það sama undanfarin ár. Eins og fyrr segir samdi Armstrong við ríkið um eingreiðslu $5m og sleppur því vel frá málinu sem hefjast átti í byrjun maí næstkomandi. Sumir telja jafnvel að of vel hafi farið.
Þessum kafla í lífi Armstrong er því lokið…
Comments are closed.