Press "Enter" to skip to content

Ný og endurbætt leit á vefnum

Í fréttum er það helst…það er komin ný og endurbætt leit á vefnum sem finna má hér efst á síðunni vinstra megin! Það hefur ávalt verið stefna vefsins að bæta sig og aðlagast þörfum lesenda og er þetta einn liður í því. Við höfum fengið ábendingar um að vefurinn sé notaður sem gagnabanki og er því þetta góð viðbót fyrir þá sem leita mikið að efni.

 

Nú hafa færslur vefsins verið uppfærðar þannig að hægt er að leita eftir stikkorðum í þeim. Sem dæmi er nú nóg að slá inn orðið “gönguskór” og fá þannig upp allar færslur tengdar þeim. Eða “softshell” og fá þá upp allar færslur þar sem orðið softshell kemur fyrir.

Þetta ætti að auðvelda lesendum að leita í færslunum að fróðleik, nýjum sem gömlum.

Njótið helgarinnar!

 

Af stað nú…allir að prófa leitina!