Svarið er einfalt…já það er kalt!
Næstu daga má búast við kuldabylgju á landinu. Veðurfræðingar og fréttamiðlar keppast nú við að vara okkur við veðrinu, undirbúa sig vel og alls alls alls ekki láta sér verða kalt! Því það er ömurlegt!
En hvað skal gera – hvað er gott að huga að þegar kemur að “venjulegum vinnudegi” og kulda?
Nr 1, 2 og 3 skiptir miklu máli að vera í ull undir því sem við ætlum að klæðast. Síðar buxur undir gallabuxur eða ullarbolur undir skyrtuna er uppskrift að mjúkum og góðum degi. Manni þarf nefnilega ekki að vera kalt þó svo það sé skrifstofudagur og vinnustaðurinn kallar á ákveðið dress code. Við mælum líka með því að eiga alltaf eitt “spari” ullarsett, sem er þá lítið notað í útivist en frekar við þessi venjulegu tilefni. Ullin andar líka svo vel, lítil hætta á því að svitna.
Svo er það úlpan, hún er nauðsynleg á leiðinni í og úr vinnu. Ef það er einhvern tímann tækifæri til að draga fram stóru, þykku, mjúku og útblásnu úlpuna þá er það núna.
Hanskar hankar hanskar! Já eða lúffur. En bara alls ekki gleyma höndunum. Puttarnir kólna mjög hratt og það getur tekið ansi langan tíma að ná upp hita aftur, sérstaklega við lyklaborðið að morgni til ef maður vinnu við tölvu. Ekki skafa því bílinn án þeirra því dagurinn verður ansi lengi að byrja eftir það.
…og að lokum húfan. Já já við vitum, að setja á sig húfu eftir að hafa farið í morgunsturtuna er ávísun á flatt og leiðinlegt hár. En trikkið er að taka með sér gelið eða spreyjið í vinnuna og græja hárið þar…eftir að húfan er tekin niður. Einfalt!
Það eru til lausnir á öllu, líka þessu kulda!