[ Umfjöllun – Samstarf ]
Mikilvægt er að hugsa vel um augun okkar en útivera, kuldi og vindur getur haft mikil áhrif á augun okkar. Snjór og sól spila líka inn í.
Við í Eyesland erum með gott úrval af útivistargleraugum og góðar vörur sem vernda augun.
Við höfum verið í góðu samstarfi við Af Stað og fengið að heyra þeirra reynslu þegar kemur að augum og íslensku veðri. Tommi, leiðsögumaður hjá Af Stað, er einmitt með POC – Do Blade útivistargleraugun frá Eyesland.
Við sáum strax að við vorum með góðar útvistarumgjarðir og vörur sem einmitt henta vel útivistarfólki sem vilja stunda útivista af krafti en á sama tíma huga að augnheilsu.
Í verslun okkar á Granda er frábært úrval af mismunandi íþróttagleraugum fyrir allskonar útivist og sport frá fremstu framleiðendum heims eins og POC, Oakley, Viuarnet, Cébé, Julbo, Bolle og Rudy Project. Útivistargleraugun eru með hágæða linsur fyrir mismunandi skilyrði og auk þess er hægt að fá sjóngler í margar umgjarðir. Einnig er hægt að fá gler sem dökkna í sól og aðlagast mismunandi birtuaðstæðum. Útvistargleraugu veita augunum góða vernd gegn veðri og vindum.
Augnþurrkur og augn óþægindi eru ein af algengustu ástæðum heimsókna til augnlæknis en við bjóðum einnig upp á hágæðavörur fyrir augun. Við tókum saman okkar uppáhaldsvörur sem eru einmitt það sem fjallagarpar þurfa að hafa:
Augnhvílurnar okkar eru góðar gegn almennum óþægindum í augum og eru fullkomnar til notkunnar eftir göngu. Við erum með nokkar týpur af augnhvílum sem hægt er að hita í örbylgjuofni, kæla og sem hita sig sjálfar en þær eru fullkomnar á ferðinni.
Blephaclean klútarnir hentar vel til að þrífa augun. Þetta eru dauðhreinsaðir blautklútar sem eru án rotvarnar- og ilmefna! Ekki nota peysuna eða pappír í augun.
Við erum með góða augndropa sem gefa raka og mýkja.
Okkar nýjasti augndropi, Hyabak, inniheldur aktínókínól en það er efnið sem vinnur gegn útfjólubláum geislum. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota í 3 mánuði eftir opnun umbúða.
Einnig bjóðum við upp á sjónmælingar en auðvelt er að bóka tíma á nýju vefsíðunni okkar www.eyesland.is.
Vörur okkar fást í apótekum og Eyesland verslun.