Svo sannarlega!
Það spáir ansi vel á okkur hérna á Höfuðborgarsvæðinu um helgin og því tilvalið að nýta tímann og skella sér í smá útivist.
Við minnum á leiðarlýsingarnar hérna á vefnum en þar má finna 25 skemmtilegar leiðir, mislangar og erfiðar og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Hengillinn og Akrafjallið eru dæmi um frábærar leiðir í góðu veðri eins og nú spáir.
Nýtum tímann vel nú þegar dagana fer að stytta, finnum okkar hreyfingu og njótum hennar!
Munið eftir hálkubroddum núna og höfuðljósi ef þið farið snemma út. Einnig góðu nesti og drykkjum enda nauðsynlegt að staldra við og taka mómentið inn.
Góða helgi!