Description
Hafnarfjallið sem við flest þekkjum og höfum séð í gegnum bílrúðuna er algjör paradís fyrir fjallgöngufólk. Það býður upp á mikinn fjölbreytileika og útsýni til allra átta af toppnum. En við ætlum ekki að láta bara einn duga, við stefnum á þá alla sjö sem liggja misháir í fjallgarðinum.
Stefnan er að sett á að njóta sem mest og taka myndir til minninga.
Gangan er um 12km löng með 1.000m hækkun. Hún tekur okkur um 6 klst. Landslagið er af öllum toga, frá lausri mold til grófari steina. Góðir gönguskór eru því vænlegir til vinnings þennan daginn. Leiðin hentar öllum þeim sem treysta sér í ágætis göngu.
Hópurinn hittist á upphafsstað göngu undir Hafnarfjalli.
Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.
Innifalið:
-Leiðsögn
Verð : 8.900kr.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.
Vertu í bandi – spurðu – komdu með!