Description
Inn í Kaldadal, við rætur Geitlandsjökuls rís Prestahnúkur hátt og gnæfir yfir svæðið. Hann er 1.226m hár með stórkostlegu útsýni til allra átta, yfir jökla og sveitir. Hér er því sannkölluð útsýnisferð í boði!
Ferðin hefst og endar við veginn í Kaldadal, leiðin er fær öllum jepplingum og 4×4 bílum og koma þátttakendur sér sjálfir á svæðið.
Við munum ganga á Prestahnúk, fyrst í bröttum hlíðum hans og loks upp á toppinn sjálfan.
Ganga mun taka okkur 7 klst og er 15 km löng með um 750m hækkun. Þetta er uppskrift að frábærum degi á fjöllum! Ferðin hentar öllum þeim sem vilja upplifa langan dag á fjöllum með miklu útsýni.
Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.
Innifalið:
-Leiðsögn
Verð : 8.900kr
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.
Vertu í bandi – spurðu – komdu með!