Description
Gönguleiðin á Ljósufjöll er fjölbreytt og falleg sem allir ættu að ganga einu sinni…að minnsta kosti. Af tindinum er mikið útsýni til allra átta, yfir Snæfellsnesið og Mýrarnar og Breiðafjörðinn hinu meginn. Þetta er útsýnisferð af bestu gerð! Mikil litadýrð er á leiðinni í berginu og verður reglulega stoppað og skoðað.
Ferðin hefst við Svarfhól sem er í um 2 klst fjarlægð frá Reykjavík. Gangan er 16km löng með um 950m hækkun og mun taka okkur 7-8 klst. Þetta er frábær ferð fyrir alla þá sem treysta sér í lengri göngudag.
Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.
Innifalið:
-Leiðsögn
Verð : 8.900kr
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.
Vertu í bandi – spurðu – komdu með!