Veturinn er kominn og þá tekur við skipulagning næsta árs. Eins og okkur þykir gaman að ganga á fjöll og stunda útivistina af krafti með skemmtilegu fólki þá þarf reglulega að setjast fyrir framan skjáinn og setja niður verkefni og ferðir næsta árs. Kanna, skipuleggja og undirbúa spennandi gönguverkefni sem og stakar ferðir.
Af Stað hefur undanfarin ár sett saman ferðaáætlanir þar sem allir hafa getað fundið eitthvað við sitt hæfi. Allt frá árs gönguverkefnum til styttri námskeiða og ferða. Við höfum reynt að höfða til sem flestra enda stendur útivistin okkur mjög nærri og viljum við smita sem flesta af þessari skemmtilegu “bakteríu”.
Og á næsta ári verður engin undantekning gerð á þessu! Ferðaáætlun næsta árs er í vinnslu og verður hún enn stærri en fyrri ár. Þessi verður negla og við hlökkum til að kynna hana á næstu vikum!
Sjáumst hér…og á fjöllum!