Press "Enter" to skip to content

Frítt fjör á fjöllum!

Hvað eru mörg “f” í því!?

Undanfarin ár, þegar veturinn gengur í garð og það styttist í annan endann á árinu, höfum við boðið upp á skemmtilegar fjallaferðir án endurgjalds. Þetta gerum við með miklum þökkum til allra sem gengu með okkur á árinu, upplifðu fjöllin og sköpuðu minningar.
…og á þessu ári verður engin breyting á!

Við bjóðum til fjallaveislu fjórar helgar í nóvember og desember. Ferðirnar eru mismunandi og ættu því að henta sem flestum. Að sjálfsögðu má koma með í þær allar…við skorum á alla til að gera það!

Ferðirnar sem verða í boði eru eftirfarandi:
19. nóvemberHengill & Vörðuskeggi
25. nóvemberHringferð um Akrafjall
2. desemberBúrfell á Þingvöllum
9. desemberHringferð um Móskarðshnúka

Nánari upplýsingar um ferðirnar má finna á Facebook síðu okkar undir “events” eða með því að smella á hvern hlekk fyrir sig hér fyrir ofan. Skráning fer svo í gegnum tölvupóst okkar, info@afstad.com

Hefjum þennan vetur af krafti saman og sköpum minningar á fjöllum – sjáumst!