Description
Brattar hlíðar, jöklasprungur, magnaðir tindar og þvílíkt útsýni…þetta er íslenska alpasvæðið í sinni bestu mynd!
Við setjum stefnuna á Þverártindsegg í maí, einn af þessum tindum sem “þarf” að haka við!
Eggin eins og tindurinn er oft kallaður stendur inn í botni Kálfafellsdals þar sem gangan hefst og endar. Þetta er fallegur og krefjandi tindur sem verðlaunar með miklu útsýni yfir nærsveitir.
Inn í Kálfafellsdal er grófur slóði fær jeppum en einnig er hægt að bóka “far” frá bænum Gerði og greitt þá aukalega fyrir það.
Gangan er brött á fótinn og því ekki farið hratt yfir. Við hefjum leika á því að ganga upp brattar brekkur og skriður áður en þægilegra landslag tekur við og loks jökullinn sjálfur. Á jöklinum er gengið í línu alla leið upp. Gangan er um 17km löng með um 1.700m heildarhækkun. Hún mun taka okkur 9-11 klst og fer það alfarið eftir færi á jöklinum. Þetta er krefjandi ferð sem reynir á þol og úthald ferðalanga.
Í þessari göngu er notaður jöklabúnaður, jöklabroddar, ísexi, belti og hjálmur. Hann er hægt að leigja í útivistarverslunum.
Stoppað er reglulega til að borða nesti og taka myndir.
Farið er aðfaranótt miðvikudags (Verkalýðsdagur), start á milli kl. 1-2 og þurfa þáttakendur því að vera komnir á svæðið daginn/kvöldið áður.
Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.
ATH : aðeins 16 sæti í boði.
Innifalið:
-Leiðsögn
-Undirbúningsfundur fyrir tindinn
Verð : 25.900kr.
Greitt er 10.000kr. í staðfestingargjald við skráningu og telst sæti vera frátekið þá.
Greitt er 15.900kr. í lokagreiðslu eigi síðar en fjórum vikum fyrir brottför.
Sendir eru reikningar á þátttakendur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.
Vertu í bandi – spurðu – komdu með!