Þórnýjartindur 722m

From: 8.900 kr.

2025 dagsetningar:
– 8. febrúar

Boðið er upp á sérferðir fyrir hópa – sendu fyrirspurn á info@afstad.com

Category:

Description

Þórnýjartindur er einn af fjölmörgu tindum Esjunnar. Hann liggur inn í Eilífsdal og býður upp á bratta og fallega uppgöngu. Útsýnið er mikið og því um algjöra myndaferð að ræða. Gangan er ekki löng en brekkurnar brattar og því ekki farið hratt yfir.

Ferðin hefst á litlu bílastæði við Eyrarfjallsveg í Eilífsdal (Kjósar megin). Gangan er um 7km löng með 700m heildarhækkun. Hún mun taka okkur 5-6 klst og fer það alfarið eftir færð á fjallinu. Þetta er frábær ferð fyrir alla þá sem treysta sér í lengri göngudag.

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Innifalið:
-Leiðsögn

Verð : 8.900kr
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!