Hvalfell 852m

From: 8.900 kr.

2025 dagsetningar:
– 1. mars

Boðið er upp á sérferðir fyrir hópa – sendu fyrirspurn á info@afstad.com

Category:

Description

Komdu með okkur í vetrarferð af bestu gerð á Hvalfell í Hvalfirði! Um frábæra útsýnisferð er að ræða þar sem við munum horfa af toppnum yfir Hvalfjörðinn og nærliggjandi sveitir. Myndatækifærin eru fjölmörg í þessari ferð!

Gangan hefst og endar á bílastæðinu inn í botni Hvalfjarðar, sama bílastæði og þegar gengið er á Glym.
Gengið verður meðfram gilinu upp á topp Glyms þar sem við vöðum ána og höldum beint upp á Hvalfell. Brekkurnar eru brattar á fótinn og því verður ekki farið hratt yfir. Á leiðinni tökum við góð stopp, njótum útsýnis og borðum nesti.

Gangan er um 12km löng með um 850m hækkun. Hún mun taka okkur 6-7 klst og fer það alfarið eftir færð.

Í þessari göngu þurfa allir að vera með fjallabrodda (esjubrodda), jöklabrodda og ísexi. Útbúnaðinn er hægt að leigja í næstu útivistarverslun.

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Innifalið:
-Leiðsögn

Verð : 8.900kr
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!