Description
Í ágúst setjum við stefnuna á toppinn á Mont Blanc, hæsta tind í vestur Evrópu. Toppaðu með okkur þennan magnaða tind í Ölpunum!
Alpa umhverfið er ákveðin upplifun út af fyrir sig þar sem græn engi og grýtt fjöll dansa saman og yfir þeim gnæfa snæviþakin fjöll. Hæsti tindur þeirra stendur svo upp úr og þangað stefnum við í ágúst.
Um 6 daga ferð er að ræða þar sem hver stund verður vel nýtt til undirbúnings, aðlögunar í hæð, kennslu og yfirferðar á búnaði og almenna slökun. Allt þetta verður gert með góðan og árangursríkan toppadag í huga. Gist verður í tvær nætur á góðu hóteli í bænum Chamonix og aðrar 3 í mismunandi fjallakofum á leiðinni. Allt umhverfi og þjónusta er til fyrirmyndar á svæðinu. Tekinn verður 1 hvíldardagur á milli átaka og því um 5 mismunandi göngudaga að ræða, sjá nánar í dagskrá hér að neðan.
Þetta er ferð sem hefur allt, mikla og krefjandi upplifun og gífurlega fallega náttúru. Hún mun seint gleymast og lifa með göngufólki um ókomin ár. Komdu með okkur í ágúst!
Um krefjandi ferð er að ræða þar sem hún mun reyna á úthald og þol þátttakenda. Gert er ráð fyrir því að allir hafi lágmarksreynslu af jöklagöngum og notkun á jöklaútbúnaði. Boðið verður upp á upprifjun á áfangastað en einnig munu allir þátttakendur fá sérkjör af jöklaferðum hjá Af Stað vorið 2025.
Framundan er ógleymanlegt ævintýri!
Dagskráin er sem hér segir:
Dagur 1 (31. ágúst)
Þá hefst ævintýrið okkar í Chamonix, framundan eru magnaðir dagar! En fyrst, kaffi og fundur með leiðsöguteymi okkar. Við förum yfir útbúnaðinn og athugum hvort allir séu ekki með allt fyrir næstu daga. Í framhaldi verður keyrt yfir landamæri Ítalíu til Pont. Þar hefst gangan okkar upp í Chabod skála í 2.710m hæð. Við komuna þangað tökum við upprifjun í notkun jöklaútbúnaðar og svo snemmbúinn kvöldmat. Á morgun er nefnilega stór dagur!
Kvöldmatur.
Dagur 2 (1. september)
Við hefjum daginn snemma eða upp úr kl. 4, framundan er toppadagur þar sem við stefnum á Gran Paradiso í 4.061m hæð. Eftir morgunmat og búnaðartjékk hefjum við leika og gerum ráð fyrir allt að 8 klst degi. Heildarhækkun er í kringum 1400m og því góður undirbúningsdagur framundan. Leiðin er mjög fjölbreytt og hefst á þægilegum grýttum stíg en fljótt tekur við jökullinn þar sem við förum í línur og tökum fram exina. Eftir að toppi verður náð og allar myndir teknar höldum við niður í skálann okkar aftur þar sem tekur við hvíld og næring.
Morgunmatur og kvöldmatur.
Dagur 3 (2. september)
Við leggjum leið okkar niður til Chamonix og tökum góðan hvíldardag. Þetta er lykillinn að góðum árangri og því mjög mikilvægur dagur. Eyðum honum í að skoða bæinn, taka myndir og njóta þeirrar menningar og matar sem í boði er.
Morgunmatur.
Dagur 4 (3. september)
Í dag hefjum við fjörið, framundan eru tveir krefjandi og skemmtilegir dagar á topp Mont Blanc! Við yfirgefum Chamonix og tökum kláf til Bellevue. Þaðan förum við með hæstu lest í Frakklandi upp til Nid d’Agile í 2.362m hæð. Hingað koma margir túristar en við stingum þá núna af og hefjum 3klst göngu okkar upp í Tete Rousse skálann í 3.167m hæð. Þetta verða grunnbúðir okkar fyrir toppadaginn á morgun. Við komum tímalega hingað og því nægur tími fyrir næringu og undirbúning fyrir toppadaginn.
Morgunmatur og kvöldmatur.
Dagur 5 (4. september)
Þá er komið að toppadeginum okkar og við tökum hann snemma, morgunmatur kl. 4 og svo beint út. Fulla ferð á fjallið! Fyrsta áskorun okkar verður að komast yfir Grand Couloir og upp í síðasta skálann á leiðinni og jafnframt þann glæsilegasta, Gouter skálinn bíður okkar í 3.835m hæð. Hér verður hægt að næra sig, komast á klósettið og skilja eftir það sem ekki þarf að fylgja okkur á toppinn. Stutt stopp en vel þess virði. Næst stefnum við á neyðarskýlið Vallot í 4.360m hæð þar sem við tökum aftur stutt stopp og svo fulla ferð á toppinn sjálfan. Frá Gouter skálanum á toppinn sjálfan er um 5-6 klst ganga og því mikilvægt að fara hægt og örugglega yfir. Toppurinn! Gleði, tár og myndatökur! Þetta er lífið! Eftir góða stund á toppnum höldum við sömu leið niður í Gouter skálann þar sem við nærumst og gistum um nóttina.
Morgunmatur og kvöldmatur.
Dagur 6 (5. september)
Eftir góðan nætursvefn og hvíld höldum við niður, við þurfum að ná lestinni í Nid d’Aigle niður til Chamonix aftur. Við förum sömu leið og áður og því þarf að drífa sig hægt, hafa allar gætur á og einbeita sér vel að þeim 1500m sem við lækkum okkur um. Við komum á áfangastað upp úr miðjum degi og getum nú skálað og fagnað góðum dögum á Mont Blanc!
Morgunmatur.
Innifalið:
– Íslensk og Frönsk fararstjórn
– Gisting skv. ferðaplani í tveggja manna herbergjum á hóteli í Chamonix (m/morgunmat) og skálum á fjallinu (m/morgunmat og kvöldmat)
– Allar ferðir til og frá á göngu t.d. lestir og kláfar á fjallinu
– Hálft fæði skv. ferðaplani á fjallinu
– Undirbúningsfundur
Ekki innifalið:
– Flug til og frá Chamonix í Frakklandi – Af Stað mun bjóða upp á ferðatillögu fyrir þá sem vilja fljúga saman
– Gisting í Chamonix fyrir og eftir ferð (Dagur 0 og dagur 7) – valkvætt
– Tryggingar við ferðina*
– Annar matur, snarl eða drykkir sem ekki tilgreindir eru í ferðaplani
– Önnur þjónusta á göngu sem ekki tilgreind er í ferðaplani, s.s. WiFi í skálum o.fl.
Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.
Ath. aðeins 8 sæti eru í boði í þessa ferð og lokast fyrir skráningu þann 1. febrúar nk.
Verð : 579.000kr.
Greitt er 179.000kr. í staðfestingargjald við skráningu og telst sætið vera frátekið þá.
Greitt er 400.000kr. í lokagreiðslu eigi síðar en sex vikum fyrir brottför. Hægt er að skipta lokagreiðslu upp í allt að 5 greiðslur. Sendir eru reikningar á þátttakendur og greitt er með millifærslu.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.
*Ferðatrygging, forfallatrygging, slysa- og sjúkdómatrygging ásamt neyðartryggingu (valkvætt) Global Rescue. Hægt er að fá þessar tryggingar hjá sínu tryggingafélagi en mikilvægt er að tilgreina hvert ferðinni sé heitið. Af Stað býður upp á ráðgjöf hvað þetta varðar.
Vertu í bandi – spurðu – komdu með!