Press "Enter" to skip to content

Ferðaáætlun 2025 er komin út!

Af Stað er að hefja sitt sjöunda starfsár með útgáfu nýrrar og spennandi ferðaáætlunar fyrir árið 2025! Áætlunin er stærri sem aldrei fyrr þar sem boðið verður upp á fjölda skemmtilegra dagsferða, spennandi jöklaferða og lengri bakpoka- og skálaferða. Hin sívinsælu námskeið og gönguhópar eru á sínum stað sem og ferðir erlendis á ansi marga fallega staði!

Hvert langar þig að fara eða hvað langar þig að gera? Úrvalið af ferðum er til staðar og því vert að skoða allt sem í boði verður.

Hóparnir okkar eru á sínum stað, hvort sem verið er að stíga sín allra fyrstu skref í útivist með byrjendum okkar eða að prófa að ferðast um með allt á bakinu þá erum við með rétta hópinn. Svo eru það þeir sem vilja halda upp á hæstu og fallegustu tinda landsins með góðum undirbúningi, fyrir þá erum við með hinn sívinsæla Jökla hóp sem sló rækilega í gegn á síðasta ári. Eða vantar ykkur gönguhóp fyrir allt árið, sem ferðast um landið, fer í smærri og stærri göngur og hefur gaman af útivistinni, þá eru Toppar málið!

Veittur er 20% afsláttur af öllum námskeiðum og ferðum (innlendum og erlendum) í forsölu með kóðanum “forskraning2025″ og gildir hann til 8. desember nk.*

Dagsferðirnar verða á sínum stað eins og undanfarin ár, á heiðum og hæðum, fjöllum og jöklum. Þar er hægt að finna eitthvað við allra hæfi. Jöklaferðirnar freista margra og verðum við með ferðir á þá allra fallegustu í vetur og vor. Svo má ekki gleyma bakpokaferðunum þar sem áherslan verður lögð á að njóta en ekki þjóta t.d. í Kerlingarfjöllum, á Hornströndum eða við Langasjó.

Á árinu munum við leggja land undir fót eins og áður og halda erlendis í ævintýri. Nepal mun leika stórt hluverk eins og fyrri ár þar sem boðið verður upp á göngur upp í grunnbúðir Everest (vor og haust) og Annapurna. Í ár verður þar ein nýjung á ferð þar sem við munum bjóða upp á fjallgöngu á Lobuche tind, stórkostlegan 6.119m tind í Himalaya fjöllunum. Og talandi um nýjungar þá verða tvær nýjar ferðir í boði í Evrópu. Annars vegar mun hæsti tindur Alpafjallanna bíða okkar, já við erum á leiðinni á Mont Blanc! Tindurinn sem svo marga dreymir um að toppa. Hins vegar ætlum við að fara í ævintýraferð í Há-Tatrafjöllin, falda perlu í Pólsku og Slóvösku ölpunum. Þessi hefur ekki verið á dagskrá áður og því um algjöra nýjung að ræða!

Eins og sjá má er stórt og skemmtilegt ár framundan hjá Af Stað og bjóðum við alla velkomna með. Hvort sem þið hafið gengið með Af Stað áður eða ekki, veriði velkomin…og svo aftur og aftur og aftur! Og ef þið eruð enn ekki sannfærð, kíkið þá við á Instagram síðuna okkar og sjáið öll þessi brosandi andlit!

Við þökkum kærlega fyrir frábær sex ár og bjóðum það sjöunda velkomið!
Sköpum minningar saman og sjáumst á fjöllum öll sömul ❤️

*afslátturinn gildir aðeins af fullu verði og ekki með öðrum tilboðum eða staðfestingargjöldum

Ferðaáætlun 2025 er komin út!