Að finna góðar próteinstangir er eins og að finna gull, það er ekki gefins og þegar svo gerist vill maður sitja um þær….nema í þessu tilfelli, hér vill maður segja frá og leyfa öðrum að njóta!
Málið með próteinstangirnar er að þær eru bara svo misjafnar á bragðið, stundum of sætar, stundum of þurrar, stundum bragðast eins og plast/gervi. Það ríkti því mikil ánægja þegar maður rakst á þessa tilteknu tegund, stangirnar frá PhD.
Tilgangur með próteinstöngum er einfaldur, að fá orkubita sem inniheldur gott magn próteins og kolvetna og sem minnsta sykur. Við viljum fá kolvetnin til að fylla á orkubirgðirnar, próteinin til þess að fá meira prótein í matarræðið og svo lítin sykur til þess að skjóta blóðsykurinn okkar ekki upp við fyrsta bita. Svo getum við notað stangirnar eftir hentugleika, hvort sem um millimál er að ræða eða bita fyrir og eftir æfingu.
Stangirnar frá PhD innihalda um 20g af próteini, 23g af kolvetnum og innan við 2g af sykri í hverri stöng. Þetta er því mjög góð blanda af því sem við sækjumst eftir.
EN…það er alltaf en…stangirnar bragðast líka vel! Og hér komum við að hinum þættinum í þessum próteinstangaheimi, það er til heill hellingur af stöngum en þær bragðast mjög misjafnt og oftar en ekki er mikið gervi bragð af þeim. Þessar ákveðnu stangir eru hins vegar ljúffengar að okkar mati, með blöndu af próteinkjarna, bragði yfir honum t.d. karamellu og stökku og miklu súkkulaði þar yfir. Blandan er sjúklega góð og bragðast eins og nammi! Það þarf því að passa sig að borða ekki of mikið af þeim. Leynitrikkið er að taka eina stöng og skera hana í litla bita, narta svo á þeim í staðinn fyrir nammi.
Hreysti sér um að flytja stangirnar inn og fást þær hjá þeim ásamt matvöruverslunum.
Af stað nú…allir að gripa eina stöng og prófa!