Press "Enter" to skip to content

6 mánuðir liðnir…og hvað svo?

Af Stað fagnar 6 mánaða afmæli um þessar mundir og því ber að fagna! Við erum eins og Instagram barn, fögnum hverjum mánuði liðnum þangað til þeir breytast í ár.

En hvað hefur gerst á þessum fyrstu 6 mánuðum?

  • Vefurinn hefur fengið +36.000 heimsóknir
  • Stærsti mánuður til þessa hefur verið september síðastliðinn
  • Fjöldi færslna er 48 með þessari
  • Vinsælasta færslan er um skelfatnað og hvernig á að þvo hann, með yfir 2.800 lesningar
  • Facebook síðan okkar fer stækkandi og hvetjum við alla til að “læka” við hana

Við segjum “fyrstu 6 mánuðum” því vefurinn mun nú halda áfram að bæta við sig efni, fróðleik, umfjöllunum o.fl. Einnig eru margar hugmyndir á blaði um hvað skal gera næst…hvað er það sem þið viljið hugsanlega sjá og lesa um.

Við hvetjum alla til að halda áfram að fylgjast með og deila vefnum/facebook síðunni okkar með þeim sem þið haldið að hafa gaman af.

 

Af stað nú…með þökkum til ykkar!