Press "Enter" to skip to content

Við mælum með…Feed the Viking

Gott snarl í útivist er okkar sérlega áhugamál og við prófum sem flest á leið okkar að hinum fullkomna bita. Það hefur hægt aðeins á leitinni núna eftir að við rákumst á Feed the Viking vörurnar!

Feed the Viking er íslenskt fyrirtæki sem vinnur tvær afurðir úr íslensku hráefni, annars vegar harðfisk og hins vegar þurrkað lambakjöt. Vörurnar eru unnar í samvinnu við Skinney Þinganes (fiskurinn) og Norðlenska (kjötið) og fer öll vinnsla og pökkun hér á landi. Vörurnar eru því eins íslenskar og þær gerast enda hafa þær slegið í gegn á meðal túrista.

Fiskurinn er gerður úr þorski og er eina vinnslan við hann að þurrka flökin og skera þau svo í litla bita, engin aukaefni, ekkert auka salt. Einfalt mál! Hann er fullur af próteini og Omega 3 fitusýrum.

Lambið er verkað í tveimur skrefum, fyrst er það eldað og svo þurrkað. Öll næringarefni haldast í því og bragðið sjalft er ljúffengt, eins og sunnudagslambið hjá mömmu! Það er kryddað með hinum ýmsu íslensku kryddum og sjávarsalti sem gerir það bragðmikið og ekki “þurrt” eins og svona snakk á það til að vera. Próteinmagnið hér er einnig hátt eins og í fisknum.

Við mælum með þessum tveimur vörum, sérstaklega vegna þeirra hentugra stærða og umbúða sem þær koma í. Passa vel í bakpokan og einn skammtur kemur manni ansi langt.
Vörurnar fást á vefsíðu fyrirtækisins ásamt nokkrum vel völdum verslunum.

 

Af stað nú…allir að næra víkinginn í sér!