Press "Enter" to skip to content

Verkefni helgarinnar…

…tengist færslu sem við birtum hér á vefnum í sumar, um sokka og hvaða máli skipta þeir. Þar sem veðurspáinn fyrir helgina er ekki góð er alveg upplagt að fá sér kaffibolla og fara í gegnum skúffurnar og henda því sem er orðið slitið eða ónýtt.

Færslan í heild sinni er hér.

En afhverju er mikilvægt að huga að sokkunum? Jú það er nú bara þannig að efnin sem eru notuð í dag eru orðin það sterk að þau slitna síðar, en það er oftast mælikvarðinn okkar hvort sokkar séu ónýtir eða ekki. En það er ekki endilega rétta leiðin. Með tímanum verða sokkar nefnilega harðir undir og erta mann frekar þegar gengið er í lengri tíma. Það er því mikilvægt að huga að þessu vel svo að lítið atriði eins og sokkar eyðileggi ekki heilu göngurnar fyrir okkur.

 

Af stað nú…allir að fara í gegnum skúffurnar sínar um helgina!