Göngubroddar eru nauðsynlegir fyrir vetrarferðirnar, þeir veita aukið öryggi og ættu alltaf að vera með í bakpokanum nú þegar farið er að kólna og frjósa.
Við höfum áður rætt brodda og mikilvægi þeirra en það er alltaf gott að minna á þá. Með broddum undir skónum er hægt að fara meira, hærra og jafnvel hraðar yfir. Þeir veita manni ákveðið öryggi og hugarró og bæta grip til muna. Það er vegna þess sem broddar eru oft nefndir sem skyldueign í vetrargöngum og koma aftur og aftur upp á búnaðarlistum.
Við mælum sérstaklega með þeim sem nefndir eru “Esjubroddar” en þeir eru með hvössum tönnum sem “bíta” vel í undirlagið. Þeir eru gerðir úr stáli og því mjög sterkir og þola mikið hnjask en það vitað mál að undirlagið sem gengið er yfir getur verið mjög breytilegt.
Broddarnir sem við mælum sérstaklega með eru frá GG Sport, Veriga Moun Track. Þeir eru mjög sterkir og veita mikið öryggi enda með 13 punkta sem grípa í undirlagið (tennur). Stálið er rýðfrítt og því ættu þeir að endast manni um ókomin ár. Broddarnir koma í öskju svo þeir þurfa ekki að vera lausir í bakpokanum.
Þeir koma í fjórum stærðum, small, medium, large og xtra large og kosta 6.990kr.