…en ekki bara einhver venjuleg nuddrúlla heldur titrandi nuddrúlla! Við erum að sjálfsögðu að tala um Vyper 2.0 rúlluna frá Hreysti.
Nuddrúllur má finna á heimilum flestra sem stunda einhverskonar hreyfingu um þessar mundir enda hafa þær slegið í gegn, þetta litla tæki sem flest okkar elska að hata. Við notum rúlluna og bítum á jaxlinn því við vitum að hún gerir okkur gott. Sem dæmi er fátt betra en að rúlla sig vel eftir langan göngudag og hraða þannig endurheimt vöðva til muna.
Vyper rúllan er ekki venjuleg rúlla…eða jaahh hún lítur þannig út, með sléttu og riffluðu yfirborði til skiptis eins og þær eru flestar. En það sem einkennir þessa rúllu er víbrandi mótor inn í henni og endurhlaðanleg rafhlaða sem endist í allt að 2 klst í senn. Það er því lítið mál að henda þessari með í ræktartöskuna og taka vel á því í salnum eftir æfingu.
Rúllan hefur 3 stillingar sem taka mismikið á og senda djúpan titring í gegnum vöðvana þegar rúllað er á þeim. Þess má geta að efsta stillingin er það sterk að við höfum ekki náð að endast lengur en örfáar sekundur á henni…hún rífur sko í! Þessi rúlla hentar því líka þeim sem eru mjög vanir öðrum rúllum eða góðu nuddi.
Við mælum því sterklega með nuddrúllu í jólapakkann í ár og er Vyper rúllan Rollsinn í þessum bransa.
Eins og áður segir fæst Vyper rúllan í Hreysti og kostar 25.995kr.