Hvað ertu að gera?, spyr samferðamaður minn þegar hann sér mig pakka dúnjakkanum í bakpokan fyrir komandi göngu. Úti eru 12 °C, sólin hátt á lofti og létt gola. Græja mig fyrir stoppin, svara ég hneykslaður og treð jakkanum í pokan. En á sama tíma hugsa ég hvort maður sé orðinn alveg klikkaður.
Íslenska sumarið er eins og það er, það býður upp á hita, kulda, frost og úrkomu, það er stórkostlegt jafnt sem óviðránalegt. En það er akkúrat það sem gerir sumarið svo skemmtilegt.
En aftur að dúnjakkanum. Afhverju í ósköpunum er maður að taka hann með sér í útivistina þegar sólin er svona hátt á lofti? Dúnninn, já eða primaloftið, heldur á manni hita og lætur líða vel. Mikilvægi þess er jafn mikilvægt á sumrin sem og veturna, ef okkur líður vel þá verður dagurinn svo mikið betri. Sem dæmi, í þessari tilteknu göngu kom jakkinn sér vel í stoppinu sem við tókum oftar en einu sinni. Bakpokinn tekinn niður, nestið dregið fram og….jú, jakkinn kominn á bakið. Þannig hélt ég hitanum á mér, þó svo líkaminn hafi verið í hvíld og að njóta stoppsins.
Dún- og primaloft flíkur eru mjög léttar og meðfærilegar, oftast hægt að pakka þeim saman í lítinn poka, draga allt loft úr þeim og kreista vel. Það fer lítið fyrir þeim, það lítið að það er eiginlega synd að sleppa því að grípa þá með. Að vetri…jafnt sem sumri. Hver veit nema að stoppið verði kalt…hver veit nema að maður þurfi að stoppa í lengri tíma…hver veit. En á jakknum klikka ég ekki.
Hugum að verkefninu sem er fyrir höndum og undirbúum það vel. Dúnjakki með að sumri til….það er kannski ekki svo klikkuð hugmynd eftir allt.
(p.s. ef þú veist ekki hver munurinn á dún og primalofti er þá eru upplýsingar um það hérna)