Útivist hefur verið að færast í aukana undanfarin ár, það er farið að vera kúl að stunda ýmsa útivist, þeim fjölbreyttari þeim betri. Við erum farin að þora að gera annað en að mæta í ræktina dag eftir dag og lyfta lóðum. Nú er þetta farið að snúast meira um að komast út sem oftast og prófa sem flest.