Press "Enter" to skip to content

Posts published in “Fróðleikur”

Hvernig á að nota göngustafi?

Göngustafir, eða fjórhjóladrifið eins og ég kýs að kalla þá, geta skipt sköpum í lengri göngum, sérstaklega ef þungur bakpoki fylgir með. Þeir hjálpa manni með jafnvægi, að bera þunga, bæði sinn eigin og bakpoka, þeir hjálpa manni upp og niður brekkur og síðast en alls ekki síst, að halda tempó á göngu. En eins og með margan annan búnað þá virkar hann ekki nema hann sé rétt notaður. Hér ætlum við að fara yfir nokkur mikilvæg atriði.