Press "Enter" to skip to content

Posts published in “Leiðarlýsingar”

Hengill – Vörðuskeggi

Hengillinn er svæði sem eflaust flestir hafa keyrt ómeðvitað framhjá á leið sinni yfir Hellisheiðina. Svæðið liggur á vinstri hönd ef keyrt er í austurátt í Hveragerði. Formlega göngusvæðið hefst fyrir ofan virkjun ON og liggur yfir Hengilinn í átt að Vörðuskeggja (803m), hæsta punkti á þessu svæði. Frá honum er gífurlega fallegt útsýni til allra átta, yfir Nesjavelli og Þingvelli, Esjuna, höfuðborgarsvæðið o.fl. Ef veður er gott sést alla leið yfir á Snæfellsnes.