Fellið með mörgu nöfnin, Grímmannsfell – Grímansfell – Grimmansfell, eins og það er þekkt líka, setur svip sinn á Mosfellsheiðina og liggur fyrir ofan Gljúfrastein. Við keyrum að öllu jöfnu fram hjá því á leið okkar á Þingvelli. Kíkjum að þessu sinni aðeins betur á það.