Af Stað – Toppar 2025

From: 85.000 kr.

Toppaðu þig með því að toppa árið 2025 – sköpum minningar saman!

Category:

Description

Vantar þig áskorun fyrir komandi ár, fasta liði í dagatalinu, hóp til að hvetja þig áfram og faglega leiðsögn? Þá er þetta verkefnið fyrir þig!

Af Stað Toppar 2025 munu fara í 24 mismunandi fjallgöngur á árinu, ferðast um landið og hafa gaman. Fjöllin eru af öllum toga, allt frá góðum æfingarfjöllum á virkum kvöldum til stærri og hærri verkefna um helgar. Markmiðið er fyrst og fremst að njóta þó svo að markið sé ávalt sett hátt.
Við ætlum á toppa, um dali, á jökla og í magnaða helgarferð á Hornstrandir. Allt þetta og miklu miklu meira til!

Framundan er frábært ár, fullt af ævintýrum og skemmtun! Vertu með frá upphafi og skapaðu minningar með okkur!

 

22.01 – Helgafell í gegnum gatið

01.02 – Vörðuskeggi frá Nesjavöllum
12.02 – Skálafellsöxl
22.02 – Syðstasúla

05.03 – Kerhólakambur
16.03 – Eiríksjökull

01.04 – Geirmundartindur – Akrafjall
12.04 – Þverfell við Reyðarvatn á Uxahryggjum
23.04 – Meðalfell

03.05 – Sveinstindur
24.05 – Hrútsfjallstindar

14.06 – Kerling í Eyjafirði

10.07 – Hornstrandir*

09.08 – Blágnípa í Kerlingarfjöllum
27.08 – Gunnlaugsskarð

06.09 – Tindfjöll
17.09 – Þúfufjall í Hvalfirði
27.09 – Þakgil

08.10 – Sandfell í Miðdal/Hvalfirði
18.10 – Skjaldbreiður
29.10 – Vífilsfell baka til

08.11 – Skyrtunna
19.11 – Stardalshnúkur og Þríhnúkar á Mosfellsheiði
29.11 – Hvalfell

 

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Verð : 85.000kr.

Veittur er 20% afsláttur af seinna gjaldi ef hjón eða pör skrá sig saman (sama lögheimili).
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur. Hægt er að skipta greiðslum upp í allt að 4 skipti.
Nánari upplýsingar, fyrirkomulag, útbúnaður og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ath. námskeiðið fæst niðurgreitt hjá flestum stéttarfélögum. Við hvetjum alla til að kanna það hjá sínu.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!

*Greitt sérstaklega fyrir bátsferðina