Baula 930m

From: 8.900 kr.

2025 dagsetningar:
– 29. mars

Boðið er upp á sérferðir fyrir hópa – sendu fyrirspurn á info@afstad.com

Category:

Description

Baula í Borgarfirði er eitt þessara fjalla sem margir hafa á “listanum” sínum til að toppa. Það er skiljanlegt enda tindurinn fallegur, gnæfir yfir sveitirnar í Borgarfirði og er jafn fallegur í eigin myndi sem og úr fjarska.

Fjallið er 930m hátt og býður upp á magnað útsýni. Þessi er frábær!

Göngulengdin er um 10km með um 900m heildarhækkun. Gera má ráð fyrir um 7-8 klst göngu þar sem fjallið er grýtt og hægfarið. Góðir gönguskór eru því málið hér.
Í þessari göngu er notaður jöklaútbúnaður; jöklabroddar og ísexi. Hann er hægt að leigja í næstu útivistarverslun

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Innifalið:
– Leiðsögn

Verð : 8.900kr.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!