Description
Geitlandsjökull er einn af þessum tindum sem margir vilja krossa við. Gangan á jökulinn er þægileg og býður upp á mikið útsýni sem ekki sést frá veginum yfir Kaldadal. Það er því vel þess virði að toppa þennan! Hægt verður að horfa yfir Hádegisfellin, Prestahnúk og svo að sjálfsögðu Langjökul og OK. Jökullinn er fallegur úr fjarska sem og í návígi en nokkuð þægilegur yfirferðar.
Ferðin hefst við rætur Langjökuls Húsafellsmegin. Við hittumst við þjónustumiðstöðina í Húsafelli og keyrum þaðan í halarófu á upphafsstað. Þangað er góður malarvegur fær öllum bílum. Gengið verður á malarslóða til að byrja með áður en komið er að snjólínu jökulsins og loks á ísinn sjálfan.
Gera má ráð fyrir ca 6 klst göngu og 12km vegalengd. Hækkunin er um 550m. Þetta er frábær ferð og hentar þeim sem treysta sér í langan dag á fjöllum. Stoppað er reglulega til að mynda, drekka og snarla.
ATH. Þessi ganga krefst jöklabúnaðar, jöklabrodda, exi, beltis og karabínu. Þessa hluti er hægt að leigja í útivistarbúðum.
Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.
Verð : 15.900kr.
Greitt er 7.000kr. í staðfestingargjald við skráningu og telst sæti vera frátekið þá
Greitt er 8.900kr. í lokagreiðslu eigi síðar en fjórum vikum fyrir brottför.
Sendir eru reikningar á þátttakendur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.
Vertu í bandi – spurðu – komdu með!