Há-Tatrafjöllin – perlan á landamærum Póllands og Slóvakíu

From: 269.000 kr.

2025 dagsetningar:
– 1. júlí – 8. júlí

Category:

Description

Á landamærum Póllands og Slóvakíu er að finna falda perlu og í júlí ætlum við að heimsækja hana. Há-Tatrafjöllin bíða okkar!

Há-Tatrafjöllin liggja á landamærum Póllands og Slóvakíu og um sannkallað ævintýrasvæði er að ræða. Við munum ganga fallegar dagleiðir og njóta þeirrar náttúru sem svæðið hefur upp á að bjóða. Stígarnir eru góðir og fjölfarnir, útsýnið mikið og gististaðirnir okkar ávallt á fallegum stöðum. Þetta er vinsælt svæði og árlega heimsækir þyrst göngufólk þessi mögnuðu fjöll og verður ekki fyrir vonbrigðum. Ekki skemmir svo fyrir gott verðlag og hagstætt gengi í löndunum tveimur.

Dagleiðirnar eru þægilegar og henta flestum. Gert er ráð fyrir ca 4-6 klst á göngu á hverjum degi með góðum stoppum. Lögð er áhersla á að njóta fremur en að þjóta á milli næturstaða. Enda lítið annað hægt í þessu fallega umhverfi. Veðurfarið í júlí er milt og gott og hægt að ganga létt klædd. Útbúnaðarlisti er sendur út á alla skráða þátttakendur þegar nær dregur ferðar.

Um frábæra ferð er að ræða fyrir alla þá sem vilja stíga út fyrir Íslensku fjöllin og prófa að ganga um fjallgarða erlendis. Framundan er mögnuð ferð og viljum við sýna sem flestum þetta fallega og fjölbreytta svæði!

 

Dagskráin er sem hér segir:

Dagur 1 (1. júlí)
Lendum í Kraká í Póllandi og keyrum þaðan yfir landamæri Slóvakíu til Poprad þar sem ærintýri okkar hefjast. Gist verður á hóteli og allt gert klárt fyrir komandi viku.

Dagur 2 (2. júlí)
Þá hefjum við þetta ævintýri og göngum í dag upp í skálan okkar við Grænavatnið (1.551m). Leiðin er fjölbreytt og hefst á því að ganga í gegnum fallegt skóglendi áður en við komum að grýttum fjöllum allt í kring í um 1.750m hæð. Þar njótum við mikils útsýnis áður en við göngum niður í skálann okkar. Fallegur dagur og frábær upphitun fyrir næstu daga.
5klst – 13km – 815m hækkun
Hálft fæði

Dagur 3 (3. júlí)
Í dag stefnum við á toppinn á Mormot tindi (2.037m). Við taka brattar hlíðar alla leið á toppinn þar sem stuðst verður við keðjur á síðasta parti leiðar. Mjög fjölbreyttur og skemmtilegur dagur þar sem gengið verður á leiðinni niður meðfram vatninu Skalne Pleso (1.751m) til að ná sem besta útsýni yfir fjöllin. Endum svo daginn í næsta skála í 1.426m hæð.
5klst – 10km – 615m hækkun.
Hálft fæði.

Dagur 4 (4. júlí)
Í dag höldum við áfram að hækka okkur og göngum upp í Tery skála í 2.015m hæð. Þetta er einn hæsti skáli svæðisins sem opinn er allt árið um kring, byggður árið 1899. Mjög fallegur staður þar sem skálinn sjálfur stendur hátti uppi umvafinn enn hærri fjöllum allt í kring. Við göngum í gegnum skóglendi áður en við komum að hótelinu í Poprad og eyðum næstu tveimur nætum þar.
5klst – 12km – 650m hækkun.
Hálft fæði.

Dagur 5 (5. júlí)
Í dag tökum við rólegan hvíldar dag. Við ætlum að fara í siglingu á Dunajec ánni, að gömlum sið í trébátum. Þetta er falleg leið og mun brjóta upp göngudagana okkar og bjóða upp á öðruvísi upplifun. Algjör perla sem ekki má missa af! Um kvöldið heimsækjum við fallega kirkju í Kezmarok sem er á lista Unesco. Gistum svo í Poprad á hóteli.
Hálft fæði.

Dagur 6 (6. júlí)
Við höldum aftur upp í fjöllin og göngum hina fallegu Magistrala leið. Þetta verður þægilegur dagur með mikilli hækkun sem er þó jöfn á fótinn. Útsýnið fjölbreytt yfir nærliggjandi vötn og hæsta tind Tatra fjalla, Gerlach. Við göngum yfir Osterva (1.966m) fjallgarðinn áður en við komum að næsta næturstað okkar, hótelið við Popradske vatn (1.520m).
6klst – 15km – 1250m hækkun.
Hálft fæði.

Dagur 7 (7. júlí)
Í dag er fjalladagur og við ætlum að toppa hæsta tind Póllands, fjallið Rysy (2.499m). Þessi dagur fer beint í sögubækurnar enda ein fallegasta leið svæðisins og sú sem margir stefna á. Við munum ganga út vel gróinn og fallegan dal áður en við höldum upp á fjallið. Göngum meðfram því til að byrja með og styðjumst við keðjur. Svo er stefnan sett á grýtta og fjölfarna toppinn. Af honum er útsýni yfir Tatra fjöllin, bæði Póllands- sem og Slóvakíu megin. Magnaður dagur framundan sem endar síðan á köldum drykk á hótelinu okkar við Popradske vatnið!
6klst – 12km – 1050m hækkun.
Hálft fæði.

Dagur 8 (8. júlí)
Þá er komið að því að kveðja há-Tatrafjöllin. Eftir morgunmat tökum við lestina niður og verðum loks keyrð aftur til Kraká þar sem ferðin okkar endar. Hér er hægt að fljúga strax heim eða eyða nokkrum auka dögum í Póllandi í slökun.
Morgunmatur.

 

Innifalið:
– Íslensk og Slóvösk fararstjórn
– Gisting skv. ferðaplani í tveggja manna herbergjum (dagur 1, 4 og 5) – Hægt er að gista í einbýli fyrir 15.000kr aukalega.
– Gisting skv. ferðaplani í sameiginlegum herbergjum (dagur 2, 3, 6 og 7)
– Ferðir til og frá flugvellinum í Kraká
– Allar ferðir til og frá á göngu t.d. lestir, vagnar og kláfar
– Hálft fæði skv. ferðaplani
– Þjóðgarðsleyfi og önnur gönguleyfi
– Undirbúningsfundur

Ekki innifalið:
– Flug til og frá Kraká í Póllandi – Af Stað mun bjóða upp á ferðatillögu fyrir þá sem vilja fljúga saman
– Tryggingar við ferðina*
– Annar matur, snarl eða drykkir sem ekki tilgreindir eru í ferðaplani
– Önnur þjónusta á göngu sem ekki tilgreind er í ferðaplani, s.s. WiFi í skálum o.fl.

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Ath. takmarkaður sætafjöldi er í þessa ferð og lokast fyrir skráningu þann 1. apríl nk.

 

Verð : 269.000kr.

Greitt er 69.000kr. í staðfestingargjald við skráningu og telst sætið vera frátekið þá.
Greitt er 200.000kr. í lokagreiðslu eigi síðar en sex vikum fyrir brottför. Hægt er að skipta lokagreiðslu upp í allt að 5 greiðslur. Sendir eru reikningar á þátttakendur og greitt er með millifærslu.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ferðaskilmálar

*Ferðatrygging, forfallatrygging, slysa- og sjúkdómatrygging ásamt neyðartryggingu (valkvætt) Global Rescue. Hægt er að fá þessar tryggingar hjá sínu tryggingafélagi en mikilvægt er að tilgreina hvert ferðinni sé heitið. Af Stað býður upp á ráðgjöf hvað þetta varðar.

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!