Description
Hlöðufell er þetta fallega frístandandi fjall sunnan við Langjökul. Marga dreymir um að ganga á fjallið enda hefur það verið myndað og málað af mörgum listamönnum. Fjallið svipar til Herðubreiðar, gnæfir á sléttum og úr fjarska virðist ekki vera nein leið upp á topp…en hún er þó þarna og við setjum stefnuna á toppinn.
p.s. ekki gleyma skiptimynt í stöðumælinn!
Gangan á fjallið er ekki löng en er þó brött og ekki er farið hratt yfir. Talsverður bratti er í byrjun en þegar komið er upp á fjallið tekur jafnari hækkun við alla leið upp á topp.
Gangan er um 6 km löng með um 750m hækkun. Hún ætti að taka okkur um 6 klst. Hún hentar öllum þeim sem treysta sér í lengri dag á fjöllum og dreymir um að toppa þennan magnaða tind!
Hópurinn mun hittast kl. 8:30 við Miðdalskirkju og keyra þaðan í samfloti Hlöðuvallaveg (F338) upp að fjallinu. Gangan hefst við skálann á Hlöðuvöllum.
ATH. vegur F338 er aðeins fær jeppum og stærri jepplingum. Reynt verður að sameinast í bíla við Miðdalskirkju til að fara á sem fæstum bílum og verður sendur út póstur um það ef einhverjir vilja sameinast í bíla fyrirfram.
Takmarkaður sætafjöldi er í þessa ferð.
Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.
Innifalið:
-Leiðsögn
Verð : 8.900kr
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.
Vertu í bandi – spurðu – komdu með!