Hrútsfjallstindar 1.877m

From: 25.900 kr.

2025 dagsetningar:
– 24. maí
– 7. júní (Hvítasunna)

Category:

Description

Hrútsfjallstindar, hinir íslensku píramídar, eru stórkostleg sjón. En vitiði hvað er enn stórkostlegra? Jú, að ganga á þá! Þetta er sannkölluð alpaferð þar sem landslagið er fjölbreytt og fá þátttakendur að kynnast öllu því besta.
Við setjum stefnuna á hæsta tindinn í röðinni, Hátind, sem gnæfir yfir hina í 1.877m hæð. Tindurinn er fallegur úr fjarska og ekkert síðri í nálægð. Af honum er magnað útsýni yfir jökla og nærsveitir. Nú og auðvitað yfir á Hvannadalshnúk ef skýjafar leyfir.

Gangan er brött á fótinn þar sem byrjað er í skriðum Hafrafells uns komið er að snjólínu. Þaðan er gengið upp í ca 1.500m hæð og farið í línur fyrir lokasprettinn, gengið utan í Vesturtindi og yfir á Hátind.
Stoppað er reglulega til að borða nesti og taka myndir.
Farið er aðfaranótt laugardags, start á milli kl. 1-2 og þurfa þátttakendur því að vera komnir á svæðið daginn/kvöldið áður. Sunnudagur er hafður til vara ef ske kynni að fresta þurfi sökum veðurs.
Göngulengdin er um 23km með um 1.900m heildarhækkun. Gangan tekur að öllu jöfnu 14-16 klst og fer það alfarið eftir færi. Þetta er krefjandi ferð sem reynir á þol og úthald ferðalanga.

Í þessari göngu er notaður jöklabúnaður, jöklabroddar, ísexi og belti. Hann er hægt að leigja í útivistarverslunum.

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

ATH : aðeins 16 sæti í boði.

Innifalið:
-Leiðsögn
-Undirbúningsfundur fyrir tindinn

Verð : 25.900kr.
Greitt er 10.000kr. í staðfestingargjald við skráningu og telst sæti vera frátekið þá
Greitt er 15.900kr. í lokagreiðslu eigi síðar en fjórum vikum fyrir brottför.
Sendir eru reikningar á þátttakendur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!