Description
Hið dásamlega svæði Kerlingarfjalla tekur á móti okkur með opnum örmum þegar við heimsækjum það hverju sinni. Þetta er ein af perlum landsins, með sína sterku liti, fallegu tinda og útsýni sem svo margir sækjast eftir. Já og myndastaðirnir, ekki má gleyma þeim…við vitum um þá bestu!
Gengið verður á vinsælustu tinda svæðisins, Fannborg (1428m), Snækoll (1488m) og Snót (1446m) þaðan sem útsýnið blasir við manni til allra átta. Athugið að í þessari ferð er ekki gengið á tind Loðmunds og því hentar ferðin líka þeim sem finna fyrir lofthræðslu.
Leiðin niður af toppunum og til baka liggur í gegnum hina margrómuðu Hveradali þar sem orka náttúrunnar sýnir sínar bestu hliðar.
Hópurinn kemur á einkabílum og hittist í Kerlingarfjöllum þar sem gangan mun hefjast um kl. 11. Komið er aftur í bíla um kl. 18, teygt á þreyttum vöðvum og haldið síðan heim.
Göngulengdin er um 12km með um 900m heildarhækkun. Gangan tekur að öllu jöfnu um 7 klst. Þetta er frábær ferð fyrir alla þá sem treysta sér í lengri göngudag.
Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.
Innifalið:
– Leiðsögn
Verð : 12.900kr.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.
Vertu í bandi – spurðu – komdu með!