Kjalvegur hinn forni

From: 40.000 kr.

2025 dagsetningar:
4. júlí – 6. júlí

Category:

Description

Kjalvegur hinn forni er forn og fáfarin gönguleið sem liggur austan megin við Langjökul. Leiðin er falleg, mikil náttúruparadís og engan veginn eins og Kjalvegur sem við þekkjum í gegnum bílrúðuna!

Gengið er frá Hveradölum og í átt að Hvítárnesi. Á leiðinni er farið um Þjófadali, meðfram Sandfelli og Þverbrekkumúla. Leiðin er þægileg á fótin, lítil hækkun og hentar hún því vel sem fyrsta “með allt á bakinu” ferð fyrir þá sem vilja prófa þann ferðamáta.

Við munum ganga rólega og leggja áherslu á að njóta frekar en að þjóta á milli gististaða. Hópurinn hittist við Hvítárnes og skiptir sér þar í bíla, helmingur verður skilinn eftir þar og hinn helmingurinn fer upp í Hveravellir og verður eftir þar. Vegurinn er góður og fær öllum litlum jepplingum. Leiðin skiptist í þrjá göngudaga og gist er í tjöldum á leiðinni. Matur, fatnaður, tjald, dýna og svefnpoki, allt fylgir okkur á hverjum degi. Hægt er að bóka gistingu í skálum Ferðafélags Íslands sem eru á leiðinni fyrir þá sem vilja það frekar.

Dagskráin er eftirfarandi:

Dagur 1 – Hveravelli – Þjófadalir (10km – 100m hækkun – 4 klst)
Við tökum rútu á Hveravelli og hefjum daginn þar. Fyrsti dagurinn er þægilegur og stuttur. Gengið er um fallegt hraun alla leið inn í Þjófadali sem leyna á sér.

Dagur 2 – Þjófadalir – Þverbrekkumúli (15km – 300m hækkun – 5 klst)
Í dag kveðjum við Þjófadali og Hrútfell og höldum á leið í Þverbrekkumúla. Við förum yfir Fúlakvísl og njótum grænnar fegurðar á leiðinni.

Dagur 3 – Þverbrekkumúli – Hvítárnes (17km – 300m hækkun – 6 klst)
Við tökum daginn snemma og göngum á leiðarenda í Hvítárnesi. Gengið verður meðfram Fúlakvísl, með jöklasýn á hægri hönd. Landslagið er fallegt eins og áður og kemur á óvart hversu grænt og gróið það er miðað við Kjalveginn sjálfan. Rútan bíður okkar á leiðarenda og keyrir aftur í bæinn.

 

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Innifalið:
-Leiðsögn
-Undirbúningsfundur fyrir ferð

Verð : 40.000kr.
Greitt er 20.000kr. í staðfestingargjald við skráningu.
Greitt er 20.000kr. í lokagreiðslu eigi síðar en fjórum vikum fyrir brottför.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Allar nánari upplýsingar eru sendar út með staðfestingarpósti eftir að skráningu lýkur.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!