Kristínartindar 1.118m

From: 8.900 kr.

2025 dagsetningar:
– 27. júlí
– 31. ágúst

Boðið er upp á sérferðir fyrir hópa – sendu fyrirspurn á info@afstad.com

Category:

Description

Kristínartindar eru einstaklega fallegir tindar í Skaftafelli sem blasa við okkur þegar við heimsækjum Öræfin og margir hafa dásamað á leið sinni á Hvannadalshnúk.

Hæsti tindur er 1.118m hár og þaðan er stórkostlegt útsýni yfir nærliggjandi sveitir.

Gangan hefst við Skaftafellsstofu og verður gengin hringleið.

Gengið verður upp Austurbrekkur með viðkomu á Sjónarnípu þar sem við fáum einstakt útsýni yfir stórsprunginn Skaftafellsjökulinn sem skríður niður úr Öræfajökli. Þaðan höldum við leið okkar áfram í átt að Glámu þar sem við stoppum og tökum nokkrar myndir áður en við höldum göngunni okkar áfram upp í skarðið fyrir neðan tindana sjálfa.
Sumir láta sér nægja að ganga upp í skarðið en þaðan er stórkostlegt útsýni til allra átta og því kjörið tækifæri til að njóta og mynda.
Þeir sem kjósa að ganga alla leið á toppinn munu ganga stutta en bratta skriðu upp á topp og fá að launum einstakt útsýni yfir Skaftafellsfjöllin í vestri, Skarðatinda í norðri og Öræfajökul í austri.

Af toppnum er sama leið gengin til baka niður í skarðið og þaðan verður gengið um Skorarbrýr og niður í gróinn Gemludalinn í átt að Sjónarskeri. Á heimleiðinni stoppum við og tökum myndir af hinum einstöku Skaftafellsfjöllum og horfum niður í gróinn Morsárdalinn í átt að Bæjarstaðaskógi, einum hávaxnasta birkiskógi landsins. Þegar komið er niður fyrir Sjónarsker göngum við framhjá hinum fallega Svartafossi og tökum þar nokkrar myndir áður en við ljúkum göngunni okkar aftur í Skaftafellsstofu.

Göngulengd er um 18 km með um 1090 m heildarhækkun og tekur gangan að öllu jöfnu um 8-9 klst.
Gönguleiðin er gróin að hluta en jafnframt er gengið í skriðum og grýttu landslagi. Efsti hluti gönguleiðarinnar er eftir grýttum og bröttum stíg, með góðri hækkun á fótinn. Leiðin hentar vel þeim sem eru óöruggir í hæð þar sem boðið verður upp á að sleppa síðasta spölinum og njóta útsýnis úr skarðinu.
Þetta er frábær útsýnisferð fyrir alla þá sem treysta sér í lengri göngudag og vilja njóta öruggar leiðsagnar um svæðið.

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Innifalið:
-Leiðsögn

Verð : 8.900kr.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!