Núpsstaðaskógur – Skaftafell

From: 90.000 kr.

2025 dagsetningar:
17. júlí – 20. júlí

Category:

Description

Fyrir austan Lómagnúp er svæði sem er alveg einstakt, algjör perla sem situr eftir í huga allra sem heimsækja það. Við erum að tala um hinn magnaða Núpsstaðaskóg! Svæðið er fallega grænt, vel gróið og býður upp á magnað útsýni yfir nærliggjandi jökla. Og hérna hefst ein fallegasta gönguleið landsins.

Að ganga úr Núpsstaðaskógi og yfir í Skaftafell er algjört ævintýri. Landslagið er fjölbreytt, frá grónum skógum yfir á jökulruðninga og fjöll og auðvitað yfir Skeiðarárjökul sem þarf að þvera. Göngudagarnir eru 4, hver og einn mismunandi en allir krefjandi og reyna þeir á úthald og útsjónarsemi göngufólks. Gist er í tjöldum og allt borið á bakinu sem nauðsynja þykir.

Þetta er alvöru ferð fyrir þá sem eru ævintýraþyrstir og tilbúnir í áskorun.

Dagskráin er eftirfarandi:

Dagur 1 – Skaftafell – Núpsstaðaskógur – Núpsá (10 km)
Hópurinn hittist í Skaftafelli kl. 12 þar sem farið okkar mun bíða og skutla að upphafsstað göngu við Núpsstaðaskóg. Við göngum þaðan meðfram Núpsá og setjum upp tjaldbúðir þegar fer að rökkva. Dagurinn í dag er stuttur.

Dagur 2 – Núpsá – Skessutorfugljúfur – Skeiðarárjökull (15 km)
Í dag göngum við að hluta meðfram Núpsá og að Kálfsklifi þar sem við klifrum upp með stuðningi keðju og línu. Þetta er ævintýri út af fyrir sig! Tvíliti hylurinn verður á vegi okkar sem og Skessutorfugljúfur. Þaðan höldum við að rótum Skeiðarárjökuls þar sem settar verða upp búðir.

Dagur 3 – Skeiðarárjökull (18 km)
Í dag er komið að því að þvera Skeiðarárjökul, dagurinn fer allur í það og því er best að setja á sig sólarvörnina! Við komum okkur yfir hann og setjum upp búðir á einu magnaðasta tjaldsvæði landsins með útsýni yfir liðið dagsverk okkar.

Dagur 4 – Skaftafellsfjöll – Morsárdalur – Skaftafell (20 km)
Í dag förum göngum við yfir Skaftafellsfjöllin með viðkomu á Blátindi, hæsta tindi þeirra. Við fikrum okkur niður í Morsárdalinn í gegnum Bæjarstaðarskóg og endum ferðina í Skaftafelli.

 

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

 

Innifalið:
-Leiðsögn
-Skutl frá Skaftafelli yfir í Núpsstaðaskóg
-Undirbúningsfundur fyrir ferð

Verð : 90.000kr.
Greitt er 20.000kr. í staðfestingargjald við skráningu.
Greitt er 70.000kr. í lokagreiðslu eigi síðar en fjórum vikum fyrir brottför.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Allar nánari upplýsingar eru sendar út með staðfestingarpósti eftir að skráningu lýkur.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!