Description
Selvogsgata er fórn þjóðleið sem liggur frá Selvogi og Hlíðarvatni og alla leið til Hafnafjarðar. Hún var mikið farin af fólki sem átti leið sína í kaupstaðinn í gamla daga en einnig tengist hún Brennisteinsfjöllum og þeim námum sem þar voru. Þetta er falleg en jafnframt falin perla í nánd við borgina og því stutt að fara. Þar sem um A-til-B leið er að ræða ætlum við að ferðast með rútu.
Lagt er af stað kl. 16 frá bílastæðinu við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Rútan mun skutla okkur upp að hellinum Leiðarenda við Bláfjöll þar sem gangan hefst. Rútan mun svo bíða okkar við Hlíðarvatn þar sem göngu lýkur og keyra aftur í bæinn.
Á leiðinni verður mikið stoppað, ljósmyndað og snætt nesti enda um afslappaða og rólega ferð að ræða.
Göngulengdin er um 18km (fyrstu 4 km eru á jafnsléttum malarvegi) með um 300m heildarhækkun. Gangan tekur að öllu jöfnu um 5-6 klst. Þetta er frábær ferð fyrir alla þá sem treysta sér í lengri göngudag. Leiðin er ekki tæknileg og mesta hækkunin tekin út í byrjun.
ATH aðeins 16 sæti í boði!
Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.
Innifalið:
– Leiðsögn
– Rúta
Verð : 15.900kr.
Greitt er 7.000kr. í staðfestingargjald við skráningu og telst sæti vera frátekið þá
Greitt er 8.900kr. í lokagreiðslu eigi síðar en fjórum vikum fyrir brottför.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.
Vertu í bandi – spurðu – komdu með!