Syðra og Nyrðra Hádegisfell 1.071m

From: 8.900 kr.

2025 dagsetningar:
– 13. september

Boðið er upp á sérferðir fyrir hópa – sendu fyrirspurn á info@afstad.com

Category:

Description

Við rætur Geitlandsjökuls leynast tvær perlur sem við ætlum að ganga á. Syðra og Nyrðra Hádegisfell bíður okkar!

Leiðin að því syðra er falleg og á vegi okkar verður allskonar landslag, fallegar sléttur og magnað móberg. Við vöðum Geitánna og kælum okkur í henni. Af tindinum fáum við magnað útsýni til allra átta, allt frá Langjökli og Strút yfir Kaldadal og OK. Nyrðra Hádegisfell verður svo tekið næst, brattar brekkurnar þess verðlauna mann með útsýni sem kemur á óvart. Æðakerfi náttúrunnar sýnir sig í formi lækja og áa. Þetta er stórfenglegt!

Gangan er um 12km löng með um 900m hækkun. Hún ætti að taka okkur um 6 klst.

Hópurinn hittist á upphafsstað göngu við Hótel Húsafell kl. 9 og keyrir þaðan í samfloti að fjallinu.

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Innifalið:
-Leiðsögn

Verð : 8.900kr.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!