Description
Háifoss bíður okkar, með öllu sínu fallega umhverfi! Þetta er ljósmyndaferð af bestu gerð.
Við ætlum að njóta hverrar stundar á svæðinu, þræða okkur hægt meðfram Fossá og inn Fossárdal. Þar við enda liggur Háifoss, 122m hár í öllu sínu veldi. Við munum ganga inn í gilið og bera hann augum, frá þessu óvenjulega sjónarhorni að neðan. Krafturinn í bland við mikla fegurð og sjónarspil – þetta er eitthvað sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara!
Þetta er frábær útsýnisferð fyrir alla þá sem treysta sér í lengri göngudag og vilja njóta öruggar leiðsagnar um svæðið. Gengið er eftir stig sem er góður og þægilegur yfirferðar. Leiðin er um 16km löng og tekur hún um 6 klst með góðum stoppum á leiðinni. Ferðin hefst og endar við Stöng.
Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.
Innifalið:
-Leiðsögn
Verð : 8.900kr.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.
Vertu í bandi – spurðu – komdu með!